Farþegum um Leifsstöð fækkar mikið
Samtals komu 109 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll fyrstu þrjá mánuði ársins borið saman við 170 þúsund farþega í janúar–mars 2008. Þetta er 35,8% samdráttur.
Fram kemur í Hagvísum Hagstofunnar, að síðastliðna 12 mánuði, til loka mars, komu 826 þúsund farþegar til landsins og er það 14,6% samdráttur frá 12 mánuðum þar á undan, segir í frétt á mbl.is