Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegum Icelandair fjölgaði um 12,4% í september
Föstudagur 29. október 2004 kl. 12:27

Farþegum Icelandair fjölgaði um 12,4% í september

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 12,4% í september. Þeir voru tæp 115 þúsund í september í ár, en 102 þúsund í september í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Icelandair tæplega 1060 þúsund, eða 18,2% fleiri en á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.
Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 14,6% í september og hefur fjölgað um 15% á fyrstu níu mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra.
Þá fluttu Flugleiðir-Frakt 25,2% fleiri tonn í september en í september 2003 og hafa flutt 29% fleiri tonn á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra.
Í september voru svonefndir fartímar hjá Loftleiðum-Icelandic 44,4% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Á fyrstu níu mánuðum ársins eru fartímar hjá Loftleiðum-Icelandic 78,8% fleiri en í fyrra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024