Föstudagur 17. október 2014 kl. 10:19
Farþegi veiktist hastarlega
Breyting var gerð á áætlun flugvélar í gær vegna hastarlegra veikinda eins farþega um borð og lenti hún því á Keflavíkurflugvelli. Vélin var á leið frá Frankfurt til San Francisco.
Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu.