Farþegi númer 300 þúsund fer í loftið í dag
Icelandair setur nýtt farþegamet
Á næstu klukkustundum mun 300 þúsundasti farþegi Icelandair í júlímánuði fara á loft en þetta er í fyrsta sinn sem Icelandair flytur fleiri en 300 þúsund farþega í einum mánuði. Eldra metið var sett í júlímánuði í fyrra þegar félagið flutti 276.600 farþega. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Icelandair er fjölgunin í samræmi við áætlanir félagsins, en gert er ráð fyrir að farþegar Icelandair verði um 2,3 milljónir í ár.
Um 10 þúsund farþegar fljúga með flugfélaginu á sólahring og eru að meðaltali 62 flug á sólahring þegar talin eru öll flug á þeim 35 áfangastöðum Icelandair.