Farþegi með kannabis í fórum sínum
Talsvert hefur verið um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Allmargir ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Tveir þeirra óku sviptir ökuréttindum og var annar þeirra á ótryggðri bifreið. Þá var farþegi í þriðju bifreiðinni með kannabisefni í fórum sínum.