Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegaþota snérist á akbraut í miklu roki
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 22:27

Farþegaþota snérist á akbraut í miklu roki

Farþegaþota frá Icelandair snérist um 90?  í snarpri vindkviðu nú síðdegis þar sem þotunni var ekið eftir akbraut að Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir lendingu. Í vélinni voru 74 farþegar og 9 manna áhöfn að koma frá Frankfurt í Þýskalandi. Enginn slasaðist og enginn hætta var talin á ferðum.
Farþegaþotunni var ekið eftir flugvélaakbraut sem kallast „Echo“ og í beygju við akbraut sem kallast „November“ tók vindkviða í stél vélarinnar og snéri henni umtalsvert eins og áður segir. Veður á Keflavíkurflugvelli var mjög slæmt síðdegis en vindur var allt að 50 hnútar, eða rok, og ísing á akbrautum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Keflavíkurflugvelli síðdegis þar sem vélin var nær þvert á flugvélaakbrautina. Myndirnar voru teknar með GSM myndsíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024