Farþegaþota rann útaf akbraut
Farþegaþota frá Iceland Express rann útaf akbraut á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag. Flugmenn þotunnar völdu leið að flugstöð Leifs Eiríkssonar sem ekki hafði verið sandborin. Þar rann þotan til í hálku og hjól fóru út fyrir akbrautina.
Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar, tafðist þotan í um 40 mínútur vegna atviksins. Flugvélaakbrautin var sandborin og að því loknu var þotan dregin að flugstöðinni. Engar skemmdir urðu á vélinni og mun vélin halda verkefnum sínum áfram í dag.
Mynd: Flughlaðið í Keflavík hreinsað á dögunum. Flugvél frá Iceland Express í baksýn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson