Farþegar tæp 1 milljón á fyrri helmingi ársins
Í nýliðnum júnímánuði fóru rúmlega 250 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er 2,8% fækkun á milli ára. Mestu munar um fækkun áfram- og skiptifarþega (transit). Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum og greint er frá á vef Ferðamálastofu.
Á fyrri helmingi ársins, eða til loka júní, hafa rúmlega 939 þúsund farþegar farið um völlinn. Er þetta tæplega um 0,5 færri en á sama tíma í fyrra. Farþegum á leið til landsins og frá því hefur hins vegar fjölgað, eins og sjá má nánar í töflunni hér að neðan.