Farþegar settir í sóttkví
Flugvél sem var á leið frá Moskvu til New York lenti á Keflavíkurflugvelli rétt í þessu, en flugstjórinn óskaði eftir að fá að lenda vegna 6 farþega sem blæðir úr munni. Gríðarlegur viðbúnaður er á Keflavíkurflugvelli og hefur fjölmennt lið sjúkrabíla, slökkvibíla og lögreglubíla verið sent á vettvang. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að farþegar og flugvél verði sett í sóttkví. Víkurfréttir munu greina frá málinu um leið og frekari fréttir berast.