Farþegar látnir bíða í fimm klukkustundir
Ísraelsk farþegaþota stendur enn biluð á Keflavíkurflugvelli þar sem hún lenti síðdegis í gær vegna bilunar. Um 400 manns voru um borð í vélinni og þurftu farþegarnir að bíða þar í fimm klukkustundir uns ákveðið var í gærkvöldi að flytja þá frá borði. Þeim var útveguð gisting á hótelum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu.
Farþegaþotan var á leið til New York. Vonast er til að viðgerð ljúki um hádegisbilið.
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.