Farþegar Icelandair teknir í vopnaleit á Kastrup
Flugfarþegar með Icelandair, sem fóru frá Keflavíkurflugvelli til Kaupmannahafnar í morgun, voru teknir í vopnaleit við komuna til Kastrupflugvallar. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið viðurkenna ekki aðferðir sem beitt er öryggiseftirlit, í ríkjum hvors annars. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag. Þess vegna eru allir flugfarþegar sem fara frá Bandaríkjunum, og beint til Evrópusambandsríkja, látnir sæta öryggisleit við komuna þótt þeir hafi farið í gegn um vopnaleit við brottför vestan hafs.
Í kaupmannahafnarfluginu héðan í morgun var hópur Bandaríkjafarþega og þegar vélin kom til Kastrup, var allur hópurinn settur í vopnaleit, jafnt þeir sem komu vestan um haf og brottfararfarþegar frá Íslandi. Enginn fyrirvari var á þessari vopnaleit, en Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugveli, segir að um nokkra hríð hafi mátt búast við slíkri leit. Hann segir að í evrópskri úttekt sem gerð var á Keflavíkurflugvelli, hafi verið gerð athugasemd við það að ekki væri leitað á farþegum sem hingað komu frá Bandaríkjunum. Við því hafi verið brugðist með því að panta tæki, sem til þess þarf en þau verði ekki komin í gagnið fyrr en í næsta mánuði. Hann vill ekki orða það svo að Kastrup hafi með aðgerðinni í morgun, verið að veita Keflavík áminningu.
www.ruv.is
Í kaupmannahafnarfluginu héðan í morgun var hópur Bandaríkjafarþega og þegar vélin kom til Kastrup, var allur hópurinn settur í vopnaleit, jafnt þeir sem komu vestan um haf og brottfararfarþegar frá Íslandi. Enginn fyrirvari var á þessari vopnaleit, en Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugveli, segir að um nokkra hríð hafi mátt búast við slíkri leit. Hann segir að í evrópskri úttekt sem gerð var á Keflavíkurflugvelli, hafi verið gerð athugasemd við það að ekki væri leitað á farþegum sem hingað komu frá Bandaríkjunum. Við því hafi verið brugðist með því að panta tæki, sem til þess þarf en þau verði ekki komin í gagnið fyrr en í næsta mánuði. Hann vill ekki orða það svo að Kastrup hafi með aðgerðinni í morgun, verið að veita Keflavík áminningu.
www.ruv.is