Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 19. júlí 2000 kl. 20:17

Farþegar í annarlegu ástandi og fíkniefni fundust

Aðfaranótt þriðjudagsins 18. júlí kl. 00:56 stöðvaði lögreglan á eftirliti á Reykjanesbraut bifreið vegna vanbúnaðar og sem í voru of margir farþegar og þar sem tveir farþeganna voru greinilega í annarlegu ástandi, var bifreiðin ásamt ökumanni og farþegum færð á lögreglustöðina í Keflavík. Þar fór fram leit í bifreiðinni og á ökumanni og farþegum. Í aftursæti fannst poki með meintum fíkniefnum í og síðan fannst við líkamsleit á einum farþeganna tafla og hvítt duft sem líklegast er amfetamín. Tekin var skýrsla af ökumanninum og þrem farþeganna, en tveir gistu fangageymslur vegna frekari rannsóknar. Í fórum þessara tveggja voru hlutir sem grunur leikur á að sé þýfi og í framhaldsrannsókn fór fram húsleit á heimili þeirra kærðu. Þar fundust lítilsháttar fíkniefnaleyfar og síðan ýmsir hlutir sem grunur leikur á að séu þýfi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024