Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Farþegar biðu brottfarar í flugvélum á meðan óveður gekk yfir
Miðvikudagur 21. febrúar 2018 kl. 13:44

Farþegar biðu brottfarar í flugvélum á meðan óveður gekk yfir

Áætlunarferðum níu flugvéla á vegum Icelandair var frestað í mesta veðurofsanum í morgun. Í einhverjum tilvikum voru farþegar komnir um borð í flugvélar en ekki þótti óhætt að taka þær vélar aftur upp að landgöngum. 
 
Farþegarnir og áhafnir biðu því í vélunum á flughlaðinu þar til veðrið skánaði. Þá var hægt að senda vélarnar á loft.
 
Guðjón Arngrímsson, upplýsingarfulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísir í morgun að tvær af vélunum hafi farið í loftið rétt fyrir tíu í morgun og hinar munu hafa farið á ellefta tímanum.
 
Fjöldi farþega var í flugstöðinni í nótt en margir ákváðu að vera tímanlega á ferðinni og á undan óveðrinu.
 
Myndirnar með fréttinni voru teknar á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Public deli
Public deli