Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegar af skemmtiferðaskipum heimsækja Grindavík í sumar
Þriðjudagur 29. júní 2004 kl. 17:07

Farþegar af skemmtiferðaskipum heimsækja Grindavík í sumar

Mikil aukning hefur orðið í gestakomu í Saltfisksetur Íslands í Grindavík. Í síðustu viku komu fyrstu farþegarnir úr skemmtiferðaskipi sem lagðist að Reykjavíkurhöfn, en farþegarnir voru á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantic. Uppselt var í fyrstu ferðina, en gert er ráð fyrir að um 50 hópar af skemmtiferðaskipum heimsæki setrið í sumar.

Kjartan Kristjánsson forstöðumaður Saltfisksetursins sagði í samtali við Víkurfréttir að koma þessara farþega til Grindavíkur væri mikil búbót fyrir ferðamannaiðnaðinn. „Þessi aukni straumur bætist við þá aukningu sem nú þegar hefur orðið í ferðamannaiðnaðinum í Grindavík. Það er einnig mjög ánægjulegt að hóparnir úr skipunum koma til með að fá sér að borða í Grindavík áður eða eftir að það heimsækir setrið.“

Kjartan segir að töluverð aukning hafi verið á gestafjölda í Saltfisksetrið það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum einnig að bjóða upp á hellaferðir um nágrenni Grindavíkur og í tengslum við þær ferðir hefur ferðamönnum á svæðinu fjölgað,“ sagði Kjartan. Frekari upplýsingar um hellaferðirnar er að finna á vefsíðunni: www.hellaferdir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024