Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Farþegafjöldi í FLE yfir þrjár milljónir á árinu 2014
    Ida Heggholmen ásamt Hlyni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við afhendinguna í dag.
  • Farþegafjöldi í FLE yfir þrjár milljónir á árinu 2014
    Ida og vinkonur hennar voru skiljanlega ánægðar með móttökunar.
Föstudagur 26. september 2014 kl. 16:19

Farþegafjöldi í FLE yfir þrjár milljónir á árinu 2014

Gert ráð fyrir 19% aukningi farþega á þessu ári

Í dag fór 3 milljónasti farþeginn á árinu 2014 um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Af þessu tilefni afhentu starfsmenn flugstöðvarinnar honum blóm og gjafir, en um var að ræða farþega sem var að koma með Norwegian frá Bergen í dag.

Ljóst var eftir flug morgunsins að farþegi númer 3 milljón kæmi með hádegisvél á leið frá Noregi, en þá vantaði einungis um 50 farþega uppá að ná þriggja milljóna markinu. Starfsmenn Keflavíkurflugvallar biðu því við útgönguhlið og töldu farþegana sem komu í gegnum landganginn á leið sinni að töskuafhendingu. Farþeginn sem var númer 3 milljónir heitir Ida Heggholmen, norsk kona á leið í helgarferð með æskuvinkonum sínum en þær eru allar að koma í fyrsta sinn til Íslands. Það er óhætt að segja að Ida hafi verið mjög hissa og yfir sig ánægð. Henni voru afent blóm og gjafakort í Fríhöfninni sem hún sá strax fyrir sér að nýta í komuversluninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinkonurnar ætluðu að fara beint í Bláa Lónið í dekur og mat. ,,Við erum ekki búnar að plana ferðina mikið utan þess sem við ætlum fara Gullna hringinn en við erum hérna fyrst og fremst til að slappa af og njóta lands og þjóðar saman. Við vitum að það er eldgos núna og tókum til öryggis með okkur bækur til að lesa ef við skyldum festast á landinu í einn til tvo mánuði – og við vonumst innilega til þess að svo verði,“ sögðu þær vinkonurnar glettnar.

Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll hefur aukist gríðarlega síðustu árin í takt við aukningu ferðamanna til Íslands og aukinnar flugumferðar yfir Atlantshafið. Milli áranna 2012-2013 var 16,1% aukning í farþegafjölda og í ár er búist við að aukningin verði um 19% og að farþegafjöldi fari yfir 3,8 milljónir. Á sama tíma á síðasta ári voru farþegar um flugvöllinn orðnir 2,5 milljónir og því er ljóst að aukning ársins 2014 er á takt við áætlun. Áfram er búist við mikilli aukningu farþega enda hafa þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavík þegar boðað aukið framboð flugsæta á næsta ári. Farþegaspá Isvia fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2015 mun liggja fyrir í nóvember næstkomandi.