Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. september 2003 kl. 16:02

Farskóli safnamanna í Reykjanesbæ

Dagana 8. til 10. október n.k. verður Farskóli safnmanna haldinn í Reykjanesbæ. Byggða- og Listasafn Reykjanesbæjar eru gestgjafar farskólans, en það er Félag íslenskra safna og safnmanna sem stendur að skólanum. Farskólinn hefur verið árviss viðburður hjá íslenskum söfnum í meira en áratug. Eins og nafnið gefur til kynna ferðast skólinn á milli staða og kynnast því safnmenn starfsemi safna víðsvegar um landið á milli þess sem þeir hlýða á fyrirlestra um málefni tengd söfnum.  Umfjöllunarefni farskólans í Reykjanesbæ er samtíminn og hvernig söfn þurfa að bregðast við nýjum tíma á öllum sviðum safnastarfsins. Farskóli safnamanna verður settur í Duus húsum og af því tilefni verða afhent íslensku safnaverðlaunin. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024