Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 14. ágúst 2002 kl. 11:22

Farið með mál Rúmena samkvæmt flóttamannasamningi Sþ

Vegna frétta af hælisleitendum sem nú dvelja á Suðurnesjum vill Rauði krossinn benda á að farið er með mál þeirra líkt og annarra hælisleitenda samkvæmt ákvæðum flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951. Samkvæmt honum taka stjórnvöld að sér að rannsaka hvort viðkomandi eigi yfir höfði sér ofsóknir í heimalandinu og veita þeim hæli ef svo reynist. Hlutverk Rauða kross Íslands er að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendur og gæta réttar þeirra í samræmi við samning sem Dómsmálaráðuneytið hefur gert við Rauða kross Íslands. Að öðru leiti eru viðkomandi ekki á vegum Rauða krossins.

Suðurnesjadeild Rauða krossins hefur unnið mikið og gott starf í tengslum við komu flóttamanna og hælisleitenda. Við á aðalskrifstofu Rauða kross Íslands erum til dæmis afskaplega ánægð með hvernig gengið hefur að aðlaga flóttamennina frá gömlu Júgóslavíu að íslensku samfélagi, en það var einmitt gert í nánu samstarfi Suðurnesjadeildar og Reykjanesbæjar. Það fólk kom hingað í boði stjórnvalda. Hins vegar er ljóst að við getum ekki valið þá sem hér leita hælis á eigin forsendum en hljótum að gæta þess að farið sé með mál þeirra í samræmi við alþjólegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024