Farga girðingunni við Patterson
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar auglýsir eftir tilboðum í niðurrif og förgun á Patterson-girðingunni. Verkið felst í að taka upp, fjarlægja og farga girðingu, sem er umhverfis Pattersonsvæðið, sem er nálægt Fitjum í Reykjanesbæ.
Girðingin er netgirðing með gaddavír efst, girðingastaurar eru stálstaurar í steyptri undirstöðu og er lengd girðingarinnar um 8,5 kílómetrar. Áætlaður verktími er um tveir mánuðir, frá 3. október 2018 til 1. desember 2018.
Tilboð í verkið verða opnuð föstudaginn 28. september nk.