Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farbann sundlaugaperra framlengt
Fimmtudagur 10. apríl 2008 kl. 16:52

Farbann sundlaugaperra framlengt

Farbann mannsins sem kærður var fyrir að misbjóða ungum stúlkum í Sundmiðstöð Keflavíkur í febrúar síðastliðnum, var í gær framlengt til 21. maí.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Maðurinn var handtekinn í Sundmiðstöðinni þar sem vitni báru að hann hafi haft frammi óviðeigandi tilburði við ungar stúlkur í sundlauginni. Kvartanir höfðu borist út af honum áður en að minnsta kosti sex kærur voru lagðar fram gegn honum.

 

Lögregla stöðvaði hann á leið úr landi skömmu eftir að hann var leystur úr haldi og hefur hann, samkvæmt heimildum Víkurfrétta, þurft að tilkynna sig á lögreglustöð á fjögurra tíma fresti síðan þá.