Farbann framlengt - úrskurði áfrýjað
Farbann yfir manninum sem er grunaður um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson í lok nóvembermánaðar með þeim afleiðingum að hann lést daginn eftir, hefur verið framlengt um þrjár vikur, eða til 29. janúar.
Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá Lögregluembættinu á Suðurnesjum í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu. Lögregla, sem rannsakar málið enn, hafði óskað eftir að farbannið yrði framlengt um fjórar vikur.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var lögmaður mannsins ósáttur við farbannsúrskurðinn og hugðist áfrýja honum til hæstaréttar.
Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá Lögregluembættinu á Suðurnesjum í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu. Lögregla, sem rannsakar málið enn, hafði óskað eftir að farbannið yrði framlengt um fjórar vikur.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var lögmaður mannsins ósáttur við farbannsúrskurðinn og hugðist áfrýja honum til hæstaréttar.