Farartæki sveitarfélagsins verði raforkuknúin
Bæjarstjórn Voga hefur falið bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu gagnvart fyrirtækinu Northern Lights um samstarf við rafbílavæðingu Íslands.
Stefna bæjaryfivalda er að til framtíðar verði farartæki sveitarfélagsins knúin rafmagni eða öðrum vistvænum orkugjöfum. Northern Lights Energy er fjárfestingafélag sem hefur að leiðarljósi að fjárfesta í verkefnum sem stuðla að vistvænni nýtingu náttúruauðlinda.