Fara sparlega með fé í Garðinum
Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að fjárfestingar og framkvæmdir nemi 65,2 mkr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2016, útkomuspá ársins 2015 og ársreikningi 2014, nær sveitarfélagið þeim áfanga að standast jafnvægisreglu í fjármálareglum Sveitarstjórnarlaga, er varðar rekstrarniðurstöðu. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar Garðs á fjárhagsáætlun áranna 2016 til 2019, sem tekin var til síðari umræðu og afgreiðslu í nýliðnum desember.
Hlutfall heildarskulda og skuldbindinga af heildartekjum, skuldahlutfall, í árslok 2016 er áætlað 40,8%. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að í árslok 2019 verði skuldahlutfallið 36,8%.