Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fara í bráðaaðgerðir til að koma rafmagni á Grindavík
Fimmtudagur 30. maí 2024 kl. 14:21

Fara í bráðaaðgerðir til að koma rafmagni á Grindavík

Enn er rafmagnslaust í Grindavík eftir að loftlína frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist verulega eftir að kviknaði í henni vegna hraunflæðis.

Unnið er að því í samstarfi við Almannavarnir að fara í bráðaaðgerðir til að koma rafmagni á bæinn aftur þar sem ljóst er að nokkurn tíma mun taka að lagfæra skemmdirnar. Enn er virkni í eldgosinu og áhersla lögð á að fyllsta öryggis sé gætt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta skref er undirbúningur við að koma varaafli á bæinn og er sú vinna hafin. Þá urðu fleiri rafmagnsstrengir við Grindavík fyrir skemmdum vegna hraunflæðis og er verið að skoða leiðir til að koma þeim aftur í gagnið.

Hraun flæddi einnig yfir stofnlögn hitaveitu við Grindavík í gær. Lögnin heldur enn sem komið er undir heitu hrauninu og er góður þrýstingur á hitaveitunni í bænum.

Neyðarstjórn HS Veitna er að störfum og fylgist náið með þróun hraunflæðis á svæðinu og uppfærir viðbragðsáætlanir í takt við það. Eins og staðan er um hádegisbil í dag, fimmtudag, er ekki talin hætta á að fleiri innviðir fyrirtækisins á svæðinu verði undir hraunflæði á næstunni.