Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þakklátur fyrir heimsókn forseta Íslands
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 18. júlí 2023 kl. 07:00

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þakklátur fyrir heimsókn forseta Íslands

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur mætti í bækistöðvar björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í dag þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson kom og kynnti sér stöðu eldgossmála.

Fannar var ánægður með komu forsetans. „Ég vil þakka Guðna fyrir að koma, mér þykir vænt um þann stuðning sem hann er að sýna okkur með því að koma til okkar og kynna sér hvernig málin standa. Hann er að sýna þakklæti íslensku þjóðarinnar, ekki bara til okkar björgunarsveitar heldur allra þeirra björgunarsveita sem hafa komið að þessu auk löggæsluaðila sem hafa staðið vaktina.

Ég sé hvernig straumur fólks er farinn að aukast en síðustu daga hefur spennan byggst upp hægt og örugglega. Mér skilst að margir bílar hafi verið mættir í dag til að vera tilbúnir ef opnað yrði. Það verður væntanlega framhald á þessu og vonandi fer fólk eftir þeim tilmælum sem björgunarsveitir og löggæsluaðilar koma með, þá á þetta allt að geta gengið mjög vel,“ sagði Fannar að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Fannar ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og meðlimum úr björgunarsveit Þorbjarnar.