Fréttir

Fann flugvél á fiskhjöllum í Leiru - myndir
Fimmtudagur 30. apríl 2015 kl. 12:39

Fann flugvél á fiskhjöllum í Leiru - myndir

Íbúi í Garðinum var að vafra um netið á vefsíðu sem fylgist með skipaumferð í leit að ákveðnu skipi. Vefsíðan notast m.a. við gervitunglamyndir sem sýna fast land. Eftir að hafa skoðað skipaumferð um Garðsjóinn kom nokkuð óvænt í ljós.

Þegar gervitunglamyndin er skoðuð kemur í ljós flugvél á fiskhjöllum í Leirunni, ekki langt frá golfvellinum. Miðað við flugstefnu er vélin ekki á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli heldur í mikilli hæð á leið yfir landið, frá Evrópu til Ameríku.

Þá má einnig sjá torkennilegan hlut í heiðinni fyrir ofan Garðinn. Hvort það er gervitungl eða annað, verða lesendur að meta sjálfir.


Vélin á flugi yfir Leirunni. Þoturákir á eftir henni gefa til kynna að vélin sé í mikilli hæð.


Er þetta gervihnöttur sem flæktist inn á þessa mynd?


Fiskhjallarnir og þotan. Glampi af þotunni veldur þessum græna og bláa skugga sem fellur á myndina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024