Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fangelsi myndi eyðileggja mörg tækifæri á Ásbrú
Föstudagur 17. janúar 2014 kl. 13:58

Fangelsi myndi eyðileggja mörg tækifæri á Ásbrú

„Okkar niðurstaða er að þetta á ekki heima inna svæði þar sem óþrjótandi möguleikar eru til uppbyggingar eins og hér. Þetta myndi eyðileggja mörg af þeim tækifærum sem svæðið hefur í dag og útiloka margskonar starfsemi og búsetu fólks,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco. Eina skoðunin sem farið hefur fram af hálfu Kadeco á málinu er grunnathugun á því hvort fangelsi ætti heima á Ásbrú.

Karl Garðarsson alþingismaður sagði á Alþingi í gær að miðað við stöðuna í fangelsismálum eru vonbrigði að ekki hafi verið skoðaðir möguleikar á að innrétta fangelsi í lausum byggingum á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024