Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 10. ágúst 2001 kl. 14:51

Falskt eldboð í flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fólk var hvatt til að yfirgefa flugstöðina er skynjari í loftræstistokki "nam" eld.
Sjálfvirkt brunaboðunarkerfi flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fór í gang fyrr í dag og var fólk í byggingunni beðið að koma sér út. Í ljós kom að enginn eldur var á ferðinni. Mbl. is greindi frá

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli reyndist um falskt eldboð að ræða frá skynjara í loftræstistokk í farþegasal flugstöðvarinnar. Í ljós kom að lega í aðal loftræstikerfinu fór og orsakaði má „brælu“+ í stokknum sem setti reykskynjara hans af stað.

Í þessu tilviku glumdi rödd í hátölurum sem hvatti fólk til að yfirgefa húsið vegna elds. Slökkviliðinu barst tilkynning um atvikið klukkan 10:20 og slökkviliðsmenn sem fóru á vettvang gengu úr skugga um að enginn eldur væri í byggingunni, eins og reyndar öryggisverðir í húsinu voru búnir að átta sig á þegar þeir komu á staðinn.

Í ljós kom að lega í aðal loftræstikerfinu fór og orsakaði má „brælu" í stokknum sem setti reykskynjara hans af stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024