Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 10:01
Falsaður þúsundkall
Við uppgjör í versluninni Elko um helgina fannst eitt þúsund króna seðill sem reyndist vera falsaður. Um er að ræða einstakt tilvik, enn sem komið er, en lögreglan á Suðurnesjum biður fólk að vera vakandi fyrir hugsanlegum prettum af þessu tagi.