Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Falsaði skráningarmerki bifreiðar
Þriðjudagur 21. maí 2013 kl. 10:53

Falsaði skráningarmerki bifreiðar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af fjórum ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra, sem reyndist hafa neytt kannabisefna, var á ótryggðri bifreið. Þegar lögreglumaður var  að taka skráningarmerkin af henni veitti hann því athygli að átt hafði verið við þau.

Ökumaðurinn, karlmaður á fertugsaldri, viðurkenndi þá að hafa fengið skráningarmerki hjá vini sínum, sagað plötuna þannig að hann náði skoðunarmiðanum af og festi hann á sín eigin skráningarmerki til að svindla á skoðun.

Þá var tæplega fertug kona stöðvuð þar sem hún ók án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín. Er það í níunda skiptið sem lögregla hefur afskipti af henni vegna sama brots.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024