Fallist á áætlun um kísilverksmiðju í Helguvík
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Tomahawk Development að matsáætlun um kísilverksmiðju í Helguvík með skilyrðum. Félagið skilaði í síðasta mánuði inn tillögu að matsáætlun. Frá þessu er greint á Visir.is
Fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar að greina verði frá helstu uppsprettum mengunarefna, einkum ryks, brennisteinssambanda, köfnunarefnissambanda, koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda sem og þungmálma og þrávirkra lífrænna efna eftir því sem við á í frummatsskýrslu.
Þá þurfi að gera grein fyrir þynningarsvæði ef nauðsynlegt reynist að takmarka landnotkun vegna of mikils styrks mengunarefna í lofti. Í skýrslunni þurfi einnig að gera að gera grein fyrir mengunarvörnum og sömuleiðis orkuþörf fyrirtækisins. Enn fremur hvaða áhrif verði á lífríki sjávar af völdum verksmiðjunnar. Þá þurfi að gera grein fyrir áætlaðri stærð og útliti mannvirkja í frummatsskýrslunni.
Fyrirtækið Tomhawk Developments er ráðgjafafyrirtæki sem skráð er í Danmörku en er meðal annars í eigu Íslendinga.
Fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar að greina verði frá helstu uppsprettum mengunarefna, einkum ryks, brennisteinssambanda, köfnunarefnissambanda, koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda sem og þungmálma og þrávirkra lífrænna efna eftir því sem við á í frummatsskýrslu.
Þá þurfi að gera grein fyrir þynningarsvæði ef nauðsynlegt reynist að takmarka landnotkun vegna of mikils styrks mengunarefna í lofti. Í skýrslunni þurfi einnig að gera að gera grein fyrir mengunarvörnum og sömuleiðis orkuþörf fyrirtækisins. Enn fremur hvaða áhrif verði á lífríki sjávar af völdum verksmiðjunnar. Þá þurfi að gera grein fyrir áætlaðri stærð og útliti mannvirkja í frummatsskýrslunni.
Fyrirtækið Tomhawk Developments er ráðgjafafyrirtæki sem skráð er í Danmörku en er meðal annars í eigu Íslendinga.