Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fallið frá sameiningu Keflavíkurverktaka og Ris
Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 19:52

Fallið frá sameiningu Keflavíkurverktaka og Ris

Eigendur Keflavíkurverktaka og Ris ehf. féllu í dag frá fyrirhuguðum samruna sem stjórnir félaganna hafa unnið að um nokkurt skeið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félögunum.

Enn fremur segir í tilkynningunni að eigendurnir telji, eftir að hafa gaumgæft kosti og galla sameiningar, að hún hefði ekki leitt til þeirra hagræðingar sem að var stefnt og því sé nú rétt að falla frá þeim áformum.

Engin breyting verður því að starfsemi félaganna og munu þau eftir sem áður
leitast við að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulega þjónustu.

Víkurfréttir greindu frá áætluðum samruna félaganna þann 10. nóvember síðastliðinn en hefði orðið að sameiningu þá hefði sameinað félag Ris og Keflavíkurverktaka orðið þriðja stærsta verktakafyrirtæki á landinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024