Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fallhlífarstökkvari fótbrotnaði eftir hrap í Þorbirni
Miðvikudagur 19. júlí 2006 kl. 13:59

Fallhlífarstökkvari fótbrotnaði eftir hrap í Þorbirni

Fallhlífarstökkvari úr Reykjavík fótbrotnaði eftir að hafa hrapað í fallhlíf sinni í hlíðum Þorbjarnar við Grindavík skömmu fyrir hádegi í dag. Fallhlífarstökkvarinn hafði farið fram af klettum ofarlega í Þorbirninum og ætlaði að nýta sér uppsteymi til að svífa við fjallið. Ekki vildi betur til en svo að sterkur vindur skellti manninum utan í hlíðina svo hann fótbrotnaði.

Lögreglan í Keflavík, sjúkralið úr Grindavík og björgunarsveitin Þorbjörn voru kallaðar út og fór flokkur manna upp í snarbratta hlíðina og sótti manninn í sjúkrabörur. Hann var fótbrotinn, eins og áður segir, og var fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahús til aðgerðar. Að sögn lögreglu voru aðstæður til björgunar erfiðar en hlíðin er brött þar sem slysið varð.

Mynd: Frá slysstað í hlíðum Þorbjarnar í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024