Fallegustu garðar Grindavíkur valdir
Ábendingar óskast
Umhverfisviðurkenningar í Grindavík verða veittar í ágúst en viðurkenningarnar eru í umsjá skipulags- og umhverfisnefndar. Að þessu sinni óskar nefndin eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Sú nýjung verður í ár að veitt verða verðlaun fyrir fallegasta tréð í samvinnu við Skókræktarfélag Grindavíkur og er einnig óskað eftir tilnefningum í þeim flokki.
Hægt er að koma ábendingum með því að senda upplýsingar á [email protected] eða með því að hringja í síma 420 1100 - einnig með því að setja inn tilnefningar á fésbókarsíðu bæjarins.
Lesa má um Umhverfisverðlaunin 2012 hér.
Lesa má um verðlaunahafa frá upphafi hér.