Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fallegur þjóðhátíðardagur á enda
Fimmtudagur 17. júní 2004 kl. 23:49

Fallegur þjóðhátíðardagur á enda

Það var fjölmenni í Bláa lóninu þennan þjóðhátíðardaginn og mun fleiri Íslendingar á ferli þar nú en oft áður þennan dag. Yfirleitt eru allir Íslendingarnir á útiskemmtunum en það er annað uppi á teningnum í dag, sagði starfsmaður við Bláa lónið í samtali við Víkurfréttir í dag. Þessar myndalegu snótir voru að sóla sig á ströndinni við lónið í dag. Þegar ljósmyndarinn bauð þeim upp á 15 mínútna frægð með því að fá að taka eina mynd, varð einni stúlkunni á orði að frekar ætti ljósmyndarinn að tala um vikufrægð, þar sem myndin færi í Víkurfréttir, sem fólk væri að lesa aftur og aftur! Þarna var meðvituð manneskja á ferð sem fylgist vel með blaðinu og veit að það er lesið af 92% Suðurnesjamanna og það jafnvel oftar ein einu sinni, tvisvar eða þrisvar. Hér er myndin!

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024