Fallegur makríll hjá Sigga Bjarna GK
Makrílveiðar standa nú yfir hér við land og hafa gengið með miklum ágætum. Meðal skipa sem stundað hafa veiðarnar eru þeir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK, sem gerðir eru út af Nesfiski í Garði. Þeir fóru fyrir helgi með makríltroll sem þróað hefur verið af Hampiðjunni. Trollið draga bátarnir samtímis en aflinn fór um borð í Sigga Bjarna GK.
Hér er verið að landa 17 tonnum af fallegum makríl sem svo var heilfrystur í vinnslu fyrirtækisins í Garði.