Fallegur kosningadagur framundan
Klukkan 6 var norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Slydda var á norðanverðu landinu en bjartviðri syðra. Hiti yfirleitt í kringum frostmarkið en hlýjast var í Skaftafelli, 6 stiga hiti.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 4 til 8 stig að deginum.
Yfirlit
Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð, en skammt norðaustur af Færeyjum er kyrrstæð 996 mb lægð, sem grynnist smám saman. Við Labrador er 986 mb lægð, sem þokast norðaustur á bóginn.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-10 m/s, en norðlægari við austurströndina. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Minnkandi éljagangur norðanlands á morgun. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en vægt næturfrost norðanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 4 til 8 stig að deginum.
Yfirlit
Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð, en skammt norðaustur af Færeyjum er kyrrstæð 996 mb lægð, sem grynnist smám saman. Við Labrador er 986 mb lægð, sem þokast norðaustur á bóginn.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-10 m/s, en norðlægari við austurströndina. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Minnkandi éljagangur norðanlands á morgun. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en vægt næturfrost norðanlands.