Fallegt veður en kalt
Á Garðskagavita voru ASA 4 og 1,1 stiga frost klukkan 9.
Klukkan 6 í morgun var austlæg eða breytileg átt, víða 1-5 m/s og léttskýjað. Hiti var frá 1 stigi í Vestmannaeyjum niður í 18 stiga frost í Svartárkoti og 17 stig á Þingvöllum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 3-10 og léttskýjað. Frost 1 til 12 stig, mildast við ströndina.
Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austlæg átt, víða 3-8 m/s og léttskýjað. Áfram kalt í veðri, einkum í innsveitum.
Mynd: Þetta fyrirbrigði bar fyrir augu Páls Ketilssonar í fallegu veðri út á Reykjanesi í gær. Þrátt fyrir þunga klakabrynju standa sum stráin teinrétt.
VF-mynd: pket