Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Falla frá forkaupsrétti
Laugardagur 22. apríl 2023 kl. 06:06

Falla frá forkaupsrétti

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur fallið frá forkaupsrétti á um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir. Þetta var samþykkt á síðasta fundi ráðsins.

„Í ljósi þess að komist hefur á bindandi kaupsamningur um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir og þar sem hún er í óskiptri sameign njóta sameigendur seljenda forkaupsréttar að hinum selda eignarhlut samkvæmt ákvæðum 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004. Fasteignamiðstöðin, fyrir hönd umbjóðenda sinna, fer fram á að Sveitarfélagið Vogar upplýsi um hvort það hyggist neyta forkaupsréttar,“ segir í erindi sem tekið var til afgreiðslu á síðasta fundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024