Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fall hermanna í Írak: Eins og Varnarliðið í Keflavík væri þurrkað út
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 23:44

Fall hermanna í Írak: Eins og Varnarliðið í Keflavík væri þurrkað út

Alls hafa 1.643 bandarískir hermenn nú fallið í Írak frá innrás Bandaríkjahers í landið fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt upplýsingum bandarískra hermálayfirvalda. Þetta er meiri fjöldi en skipar Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Í lok desembermánaðar 2004 voru alls um 1.453 hermenn í Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi hermanna í Varnarliðinu í Keflavík var 1.693 í júlí í fyrra eða fimmtíu fleiri en nú hafa fallið í stríðinu í Írak.

Í lok desembermánaðar 2004 voru alls um 1.453 hermenn í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ásamt fjölskyldum þeirra og um 100 bandarískum borgaralegum starfsmönnum sem annast sérhæfð störf voru samtals um 3.335 manns hér á landi á vegum varnarliðsins. Þá voru íslenskir starfsmenn 674 að tölu í lok mánaðarins.

Fjöldi varnarliðsmanna hefur breyst eins og hér segir á undanförnum árum: (Samantekt frá Upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins af vef Alþingis)

 

 

Hermenn

Þar af flugher

Með fjölskyldum

Íslenskir starfsmenn

1. mars 1990

3.294

1.335

4.987

1.086

1. jan. 1994

2.877

1.160

5.709

910

1. júlí 1995

2.280

796

4.742

951

1. jan. 1996

2.149

687

4.440

882

1. júlí 1997

2.019

699

4.265

883

1. júlí 2000

1.900

642

4.000

916

1. okt. 2001

1.898

635

4.000

870

1. okt. 2002

1.924

632

3.953

910

1. apríl 2003

1.946

653

4.035

897

1. okt. 2003

1.907

708

4.016

894

1. jan. 2004

1.889

733

4.047

885

1. apríl 2004

1.771

706

4.066

785

1. júlí 2004

1.693

720

3.844

754

1. okt. 2004

1.554

690

3.492

712

1. jan. 2005

1.453

672

3.335

674


Hafa ber í huga að fjöldi hermanna er nokkuð breytilegur eftir því hvort allar stöður eru mannaðar. Mannafli er jafnan í lágmarki í árslok og fjöldi íslenskra starfsmanna í hámarki á sumrin. Þá eru gjarna sveiflur í fjölda liðsmanna flughersins eftir því hversu mikill mannafli fylgir orrustu- og eldsneytisflugvélum sem hér eru starfræktar hverju sinni. Fækkun hermanna á árunum 1990 til 1994 stafaði m.a. af fækkun í flughernum, m.a. með brottför ratsjárflugvéla og fækkun orrustuþotna svo og fækkun eftirlitsflugvéla flotans. Samt sem áður jókst heildarfólksfjöldi á Keflavíkurflugvelli í fyrstu sökum 40% aukningar sem varð á íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldur og gátu þá allir varnarliðsmenn sem vildu haft fjölskyldur sínar hjá sér. Fækkun frá janúar 1994 stafaði af frekari fækkun í flughernum í framhaldi af samkomulagi þar um og fækkun í eftirlitsflugsveit flotans og lokun fjarskiptastöðva. Íslenskum starfsmönnum fækkaði á fyrri helmingi þessa tímabils vegna strangra aðhaldsaðgerða Bandaríkjastjórnar við ráðningar í störf sem losnuðu og lítið eitt vegna færslu þjónustustarfa til verktaka.
Heildarmannfjöldi á vegum varnarliðsins stóð þó í stað til ársins 2004 enda var fækkun til þess tíma einkum í röðum hermanna sem dvelja í varnarstöðinni í skamman tíma án fjölskyldna og samtímis fjölgaði í fjölskylduliði hinna. Lítil öryggissveit úr landgönguliði flotans var kölluð heim árið 2003 og eftirlitsflugsveit flotans sem lauk venjubundinni sex mánaða dvöl í febrúarmánuði árið 2004 var ekki leyst af hólmi. Þá var starfsemi viðgerðarstöðvar og stjórndeildar eftirlitsflugvélanna hætt á sama ári og skýrir það fækkun liðsmanna undanfarna 12 mánuði.
Alls hefur flugvélum varnarliðsins fækkað um 70% og hermönnum um 56% frá árinu 1990. (Flugvélum úr 37 í 10 til 12 og hermönnum úr 3.294 í 1.453.) Um 230 íslenskir starfsmenn hafa hætt störfum eða horfið á brott vegna hagræðingaraðgerða frá 1. nóvember 2003 en auk rúmlega 670 íslenskra starfsmanna varnarliðsins sjálfs starfa nú um 450 manns að jafnaði hjá verktökum og stofnunum eins og Ratsjárstofnun sem annast þjónustu við varnarliðið. Stærstu verktakafyrirtækin á Keflavíkurflugvelli eru Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar og annast þau fyrst og fremst verklegar framkvæmdir. Þá má telja Kögun og Olíufélagið auk annarra þjónustuverktaka. Ríkisstofnanir sem annast starfsemi tengda varnarliðinu eru auk Ratsjárstofnunar: sýslumannsembættið, flugvallarstjóri og Veðurstofa Íslands með samtals rúmlega 180 starfsmenn sem ekki eru taldir með í ofangreindri samantekt utan fáeinir lögreglumenn og tollverðir sem varnarliðið ber beinan kostnað af. Engir íslenskir starfsmenn búa á varnarsvæðinu og laun þeirra og önnur kjör eru samkvæmt samningum á íslenskum vinnumarkaði.
Varnarliðið er samsett úr deildum bandaríska flughersins sem annast loftvarnir og Bandaríkjaflota sem annast rekstur varnarstöðvarinnar. Flotastöðin, eða flugbækistöð flotans á Keflavíkurflugvelli, rekur öll mannvirki og þjónustu á varnarsvæðinu svo sem flugvöllinn, húsnæði, veitukerfi, mötuneyti, veitingastaði, verslanir, skóla og tómstundastarfsemi af ýmsu tagi sem gerir varnarliðsmönnum og fjölskyldum þeirra kleift að lifa sem eðlilegustu lífi.
Flestir íslenskir starfsmenn varnarliðsins starfa hjá flotastöðinni. Má þar nefna stofnun verklegra framkvæmda sem m.a. annast viðhald og rekstur mannvirkja og veitukerfa; tómstundadeild sem rekur íþrótta- og tómstundastofnanir auk veitingahúsa, skemmtistaða og ferðaskrifstofu; verslun flotans, Navy Exchange, sem býður upp á flest annað en matvöru; matvöruverslun; birgðadeild sem annast innkaup, geymslu og dreifingu á hvers kyns vörum og eldsneyti, svo og fjármáladeild að ógleymdu slökkviliðinu sem, auk þess að annast brunavarnir í mannvirkjum og flugvélum, sér um hálkuvarnir og snjóruðning á flugbrautum, afgreiðslu herflutningaflugvéla og ýmsa aðra þjónustu við flugvélar. Eru þá ótaldar margar smærri deildir flotastöðvarinnar og annarra deilda varnarliðsins sem hafa færri íslenskum starfsmönnum á að skipa. Heildarkostnaður við rekstur varnarliðsins á síðasta ári var um 18 milljarðar kr. (250 milljónir Bandaríkjadala). Tekjur íslenska þjóðarbúsins af varnarliðinu námu 1,5% af vergri landsframleiðslu árið 2003 samkvæmt upplýsingum Seðlabankans.
Verklegar framkvæmdir á vegum varnarliðsins eru fjármagnaðar af Bandaríkjastjórn eða Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Smæstu viðhaldsverkefnin eru framkvæmd af iðnaðarmönnum varnarliðsins sjálfs, en verktakar annast stærri viðhaldsverkefni og nýbyggingar. Um verkefni sem fjármögnuð eru af Bandaríkjamönnum er samið við íslenska verktaka sem valdir eru samkvæmt útboði. Öll verkefni sem fjármögnuð eru af mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins eru boðin út, innan lands eða í öllum ríkjum bandalagsins eftir stærð verksins. Samráð er haft um umfang verkefna á vegum varnarliðsins og greinir það utanríkisráðuneytinu frá þeim framkvæmdum sem það hyggst ráðast í. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins annast forval þeirra íslensku fyrirtækja sem sækjast eftir verksamningum og sölu á vörum og þjónustu til varnarliðsins samkvæmt ákveðnum hæfniskröfum.

Ljósmyndir: Myndasafn Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024