Fáir eftir á vellinum
Innan við 500 bandarískir hermenn verða eftir í Keflavíkurstöðinni í lok vikunnar. Þrjár orrustuþotur og tvær björgunarþyrlur eru nú í stöðinni.
Umsvif Bandaríkjahers í Keflavíkurstöðinni eru nú með minnsta móti. Hermenn og fjölskyldur þeirra hafa í allt sumar verið sendir til starfa annars staðar og gert er ráð fyrir að innan við 500 manns verði eftir á varnarsvæðinu í lok vikunnar. Þeim hefur því fækkað um rúmlega 2.000 frá miðjum mars.
Á sama tíma og hermönnum á svæðinu fækkar hefur dregið verulega úr þjónustu á svæðinu og um mánaðamótin verður lokað fyrir ADSL tengingar og beinar sjónvarpsútsendingar á svæðinu. Þá verður matvöruverslun, veitingahúsi, félagsheimili, netkaffihúsi, sundlaug og bókasafni lokað.
Enn eru tvær björgunarþyrlur hersins á vellinum og verða að minnsta kosti til 15. september. Þá eru enn þrjár orrustuþotur á landinu og verða eitthvað fram eftir sumri en ekki er vitað nákvæmlega hvenær þær hverfa af landi brott.
Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekkert sagt um framtíð stöðvarinnar annað en það að fastri viðveru verulegs herliðs á Íslandi verði hætt. Ekkert hefur verið gefið út um framtíð svæðisins að öðru leyti. Þó auglýsti Utanríkisráðuneytið um helgina eftir fyrirtækjum til að sjá um og viðhalda fasteignum í eigu Atlantshafsbandalagsins á varnarsvæðinu. Það eru fyrst og fremst hernaðarmannvirki, ratsjármannvirki, fjarskiptastöðvar, stjórnstöðvar og flugskýli.
Bandaríkjaher á hins vegar íbúðahúsnæði, þjónustubyggingar og annað húsnæði sem tengist starfseminni og ekki er vitað hvað verður um það.
Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæmlega hvenær næsta viðræðulota Íslendinga og Bandaríkjamanna verður haldin, stefnt er að fundum í byrjun ágúst og líklega verða þeir haldnir í Washington.
Umsvif Bandaríkjahers í Keflavíkurstöðinni eru nú með minnsta móti. Hermenn og fjölskyldur þeirra hafa í allt sumar verið sendir til starfa annars staðar og gert er ráð fyrir að innan við 500 manns verði eftir á varnarsvæðinu í lok vikunnar. Þeim hefur því fækkað um rúmlega 2.000 frá miðjum mars.
Á sama tíma og hermönnum á svæðinu fækkar hefur dregið verulega úr þjónustu á svæðinu og um mánaðamótin verður lokað fyrir ADSL tengingar og beinar sjónvarpsútsendingar á svæðinu. Þá verður matvöruverslun, veitingahúsi, félagsheimili, netkaffihúsi, sundlaug og bókasafni lokað.
Enn eru tvær björgunarþyrlur hersins á vellinum og verða að minnsta kosti til 15. september. Þá eru enn þrjár orrustuþotur á landinu og verða eitthvað fram eftir sumri en ekki er vitað nákvæmlega hvenær þær hverfa af landi brott.
Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekkert sagt um framtíð stöðvarinnar annað en það að fastri viðveru verulegs herliðs á Íslandi verði hætt. Ekkert hefur verið gefið út um framtíð svæðisins að öðru leyti. Þó auglýsti Utanríkisráðuneytið um helgina eftir fyrirtækjum til að sjá um og viðhalda fasteignum í eigu Atlantshafsbandalagsins á varnarsvæðinu. Það eru fyrst og fremst hernaðarmannvirki, ratsjármannvirki, fjarskiptastöðvar, stjórnstöðvar og flugskýli.
Bandaríkjaher á hins vegar íbúðahúsnæði, þjónustubyggingar og annað húsnæði sem tengist starfseminni og ekki er vitað hvað verður um það.
Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæmlega hvenær næsta viðræðulota Íslendinga og Bandaríkjamanna verður haldin, stefnt er að fundum í byrjun ágúst og líklega verða þeir haldnir í Washington.
Frétt af: www.ruv.is