Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fagnar tilkomu ECA á Íslandi
Miðvikudagur 17. mars 2010 kl. 21:26

Fagnar tilkomu ECA á Íslandi

Stjórn Uglu – ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum fagnar tilkomu ECA á Íslandi og þeim fjöldamörgu hátæknistörfum sem munu koma til með að skapast í kjölfarið. Ljóst er að þegar verkefnið er komið á fullan skrið munu verða til u.þ.b. 150 störf fyrir flugvirkja auk nokkurra tuga starfa fyrir hugbúnaðarsérfræðinga. Er það fyrir utan öll almenn störf á vegum fyrirtækisins hér á landi.


Stjórn Uglu telur að taka eigi vel á móti þeim aðilum sem tilbúnir séu til að koma hingað til lands með erlenda fjárfestingu í þágu nýsköpunar og að verkefnið eigi vel heima við Keflavíkurflugvöll þar sem um flugtengda starfsemi sé að ræða auk þess sem návígið við Ásbrú og Keili muni stuðla enn frekar að myndun öflugs mennta- og hátæknisamfélags á gamla Varnarsvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ungliðar Vinstri grænna eru ekki alveg á sama máli og ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum. Stjórn Ungra vinstri grænna telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að taka í mál að heimila starfsemi hollenska hernaðarfyrirtækisins E.C.A. Program á Íslandi sem hyggst leigja út orrustuþotur til heræfinga.

Framsetning Fréttablaðsins á málinu í morgun er með ólíkindum, og er í raun gagnrýnislaus auglýsing á kostum hervæðingar.

Stjórn Ungra vinstri grænna skorar á íslensk stjórnvöld að hafna tafarlaust beiðni fyrirtækisins um að hefja starfsemi hér á landi og gefa þannig skýr skilaboð um að Ísland leggist gegn hernaðarlegri uppbyggingu. Mögulegur fjárhagslegur ávinningur réttlætir ekki á nokkurn hátt að Íslendingar leggi blessun sína yfir hernað og stríð.

Þá ítrekar stjórn Ungra vinstri grænna andstöðu sína við hvers kyns hernaðartengda starfsemi á Íslandi og vonbrigði með að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi ekki bundið endi á heræfingar í landinu. Þátttaka Íslands í hernaðarbandalaginu NATO er með öllu óásættanleg.