Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Fagnar hugmyndum um ókeypis námsgögn
Bæjarstjórn samþykkti 2. maí síðastliðinn að vísa tillögu um ókeypis námsgögn til bæjarráðs.
Fimmtudagur 4. maí 2017 kl. 06:00

Fagnar hugmyndum um ókeypis námsgögn

Fræðsluráð Reykjanesbæjar lagði til á síðasta fundi sínum að öllum grunnskólabörnum í bæjarfélaginu yrði veitt ókeypis námsgögn frá og með næsta hausti. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fjallaði um fundargerð ráðsins á fundi sínum í vikunni. Í máli Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs, kom fram að hann tæki undir tillögu fræðsluráðsins enda hefði stuðningur við fjölskyldufólk verið eitt af þeim málum sem voru í málefnasamningi meirihlutans. „Ég fagna þessari tillögu fræðsluráðs og veit að bæjarráð tekur vel í hugmyndina þegar henni verður vísað þangað,“ sagði hann.

Bæjarstjórn samþykkti einróma að vísa tillögu fræðsluráðs til bæjarráðs.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25