Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fagna uppbyggingu ferðaþjónustu í Garði
Lóð hótelsins er merkt inn á myndina.
Miðvikudagur 13. apríl 2016 kl. 07:00

Fagna uppbyggingu ferðaþjónustu í Garði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt með sex atkvæðum afgreiðslu Skipulags-og byggingarnefndar um útgáfu byggingarleyfis fyrir hótelbyggingu í Útgarði. Þá samþykkti bæjarstjórn niðurstöðu skipulags- og bygginganefndar um að öðrum liðum um ívilnun gjalda verði vísað til bæjarráðs  sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn fagnaði á fundi sínum í síðustu viku uppbyggingu ferðaþjónustu í Garði, sem stuðlar að fjölgun starfa og óskar ferðaþjónustuaðilum velfarnaðar.

Hótel í nágrenni Garðskagavita verður tímamóta framkvæmd í Garði, þegar fyrsta sérbyggða hótelið mun rísa á staðnum. Áform um hótelbyggingu í nágrenni Útskálakirkju fóru í vaskinn fyrir um áratug síðan en sökkull þeirrar byggingar hafði verið steyptur að hluta ásamt sökkli safnaðarheimilis við Útskálakirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024