Fagna nýrri flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar
Stjórn Pírata á Suðurnesjum fagnar nýrri flugleið milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar. Þetta er góð samgönguviðbót og vel til þess fallin að þjóna bæði norðlendingum sem og erlendum ferðamönnum sem vilja ferðast innanlands.
Þrátt fyrir að vera eingöngu ætlað millilandafarþegum er vonandi að sú reynsla sem þarna skapast verði til að greiða fyrir auknu innanlandsflugi til og frá Suðurnesjum í framtíðinni, segir í tilkynningu frá Pírötum á Suðurnesjum.