Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fagna niðurfellingu skuldar
Föstudagur 7. janúar 2022 kl. 06:46

Fagna niðurfellingu skuldar

Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að skuld Reykjaneshafnar við bæjarsjóð hefur verð felld niður. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 2. desember sl. var tekið fyrir minnisblað frá Grant Thornton ehf., endurskoðendum samstæðu Reykjanesbæjar, um niðurfellingu Reykjanesbæjar á skuld Reykjaneshafnar við bæjarsjóð. Bæjarráð samþykkti á fundinum framlagða tillögu um niðurfellingu viðkomandi skuldar. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. desember var samþykkt bæjarráðs staðfest. 

Skuld Reykjaneshafnar við bæjarsjóð má m.a. rekja til framkvæmda í Helguvíkurhöfn sem áttu að þjónusta fyrirhugaða uppbyggingu stóriðju á svæðinu í formi kísilvera og álverksmiðju. Fyrir liggur að ekki verður af þeirri uppbyggingu og þeim tekjum sem höfnin hefði haft af þeirri starfsemi. Forsendur Reykjaneshafnar til greiðslu á skuld hafnarinnar við bæjarsjóð voru því brostnar og óvissa um rekstrarhæfi hafnarinnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að með ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórna er þessari óvissu eytt og búið að tryggja rekstrarhæfi og sjálfbærni Reykjaneshafnar,“ segir í afgreiðslu sem var samþykkt samhljóða.