Fafner MC: Höfum engu að leyna
Bifhjólaklúbburinn Fafner MC var stofnaður fyrir fimm árum síðan og er til húsa í Grindavík, við hliðina á Hafurbirninum. Þar hafa meðlimir Fafners MC komið sér fyrir í rúmgóðu húsnæði en það var áður í eigu björgunarsveitarinnar á staðnum. Gengið er inn í rúmgóða forstofu með svefnherbergjum til beggja handa, þaðan inní setustofu og eldhús en bakatil í húsinu er einnig svefnaðstaða, bar og heitur pottur og síðast en ekki síst gott verkstæði fyrir hjólin. Klúbbfélagarnar dvelja löngum stundum í húsinu að sögn, bæði að dytta að því og að skemmta sér í góðra vina hópi. Tímarit Víkurfrétta tók hús á Fafner MC á síðasta ári og meðfylgjandi er viðtal úr tímaritinu.Hörð inntökuskilyrði
„Við erum allir mjög góðir vinir en þetta er lokaður klúbbur. Til að verða fullgildur meðlimur verða menn að vera „hang around“ í vissan tíma og síðan „prospect, en það getur tekið þrjú ár að verða tekinn inn í klúbbinn. Inngönguskilyrðin eru hörð en þau eru byggð á reglum erlendra klúbba. Menn verða að kynnast hinum félögunum og sýna að þeir hafi virkilegan áhuga á þessu áður en þeir verða fullgildir“, segir Nikki, einn forsvarsmanna klúbbsins.
Konur fá ekki inngöngu í klúbbinn en að sögn Nikka hefur það sýnt sig að blandaðir klúbbar ganga ekki. „Þegar par er saman í klúbbnum og hættir síðan saman þá fer allt í rugl, því er best að sleppa þessu alveg. Systir mín var með kvennaklúbb en það gekk ekki. Hann var fyrir rest orðinn að saumaklúbbi. Nú eru flest allar stelpurnar komnar í barneignir og hættar að hjóla. Tvær voru enn að hjóla og gáfust bara upp á að halda kvennastarfinu gangandi.“
Klúbbastarfið getur verið mjög tímafrekt og Nikki segir það vera eina skýringuna á því hvers vegna fækkað hefur í klúbbnum að undanförnu en þegar mest var voru um 30 manns í Fafne MC. „Þegar menn eru komnir með konu, börn og hús, þá hafa þeir ekki tíma til að vera í klúbbnum, þannig er það bara.“
Ógnvekjandi útlit
Einkennisklæðnaður Fafnes-manna er svart leðurvesti með mynd af eldspúandi dreka á bakinu. Að sögn Nikka eru þeir yfirleitt í vestinu þegar þeir koma samana og þegar þeir fara út að skemmta sér, en að öðru leyti ráði þeir hverju þeir klæðast. Vestið er þeirra sameiningartákn.
Svart leður, svartir bolir með myndum af beinagrindum, leðurbuxur, húðflúr, sítt hár og hökutoppur eru þó fremur einkennandi fyrir hópinn. Hvernig stendur á því?
„Við erum í mótorhjólum og klæðum okkur þannig. Þetta er ákveðin tíska eins og hjá golfurum og skoppurum. Svo er aftur mismunandi hvernig mótorhjólatískan er, hún fer eftir því hvart þú ert í heiminum. Úti í Ameríku eru mótorhjólamenn ennþá mikið í skítugum gallavestum. Þau voru áður vinsæl í Evrópu, en það er nú að breytast. Þar eru menn meira í því sem þeim líður best í, en leðurvestið er alltaf til staðar.“
Jákvæð forvitni
Nú er mótorhjólatískan nokkuð ógnvekjandi en verða mótorhjólatöffararnir í Fafne MC einhvern tíma fyrir fordómum vegna útlitsins.
„Það er misjafnt. Á Íslandi er ekki hefð fyrir mótorhjólamenningu og því verður fólk oft frekar forvitið þegar við birtumst á mannamótum í vestunum. Fólk spyr hvað Fafner sé, en sumir vita ekki einu sinni að mótorhjólamenn séu í svona vestum. Ég myndi segja að þetta væri þó oftast jákvæð forvitni.“
Félagsskapurinn er meginástæða þess að fólk kýs að vera í klúbbi sem þessum, að sögn Nikka en þess má geta að landsmót mótorhjólamanna var haldið í Húnaveri fyrir skömmu og var það vel sótt. Þar komu saman mótorhjólamenn af öllu landinu. Á sumrin eru einnig haldin minni mót á vegum einstakra klúbba eða fleiri klúbbar taka sig saman og gera sér glaðan dag. „Við erum t.d. að fara að hittast núna og grilla hér fyrir utan og síðan erum við alltaf með stóra grillveislu daginn fyrir sjómannadaginn. Þá bjóðum við öllum sem okkur tengjast en sú veisla er jafnframt fjáröflun fyrir okkur. Í fyrra héldum við mót með Óskabörnum Óðins, sem er klúbbur í Reykjavík en mætingin var slæm. Erlendis er meira um að vera í kringum þess klúbba, þar eru mót hverja einustu helgi.“
Höfum ekkert að fela
Á síðasta ári var mikið fjallað um tengsl Fafners MC við Hells Angels á Norðurlöndum. Þá var klúbburinn bendlaður við eiturlyf en Nikki segir að umfjöllunin hafi verið stórlega ýkt og að eiturlyfin sem fundust í klúbbhúsinu á sínum tíma, hafi ekki verið í eigu klúbbfélaga heldur fólks sem verið gestkomandi í húsinu. „Við látum þess umræðu hafa lítil áhrif á okkur. Menn frá Hells Angels (hellarar) hafa komið til okkar í heimsókn og þetta eru fínir strákar, allavega þeir sem ég hef kynnst. Lögreglan hefur lengi fylgst vel með okkur og grunar okkur stöðugt um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, en svo er ekki. Þeir hafa leita í húsinu okkar en ekki fundið neitt, enda höfum við ekkert að fela.“
Samkvæmt frétt DV um málið komu fimm lögregluembætti að leitinni sem gerð var í húsnæði Fafners MC á síðasta ári. „Eitthvað hafa herlegheitin kostað en lögreglan var vopnuð við inngöngu. Okkur finnst heldur ekki eðlilegt að meðlimir í Fafne MC eru alltaf teknir afsíðis við komu til landsins hvort sem þeir eru að koma úr heimsóknum í aðra mótorhjólaklúbba eða fjölskylduferðum“, segir Villi.
Viðtal og myndir úr Tímariti Víkurfrétta
„Við erum allir mjög góðir vinir en þetta er lokaður klúbbur. Til að verða fullgildur meðlimur verða menn að vera „hang around“ í vissan tíma og síðan „prospect, en það getur tekið þrjú ár að verða tekinn inn í klúbbinn. Inngönguskilyrðin eru hörð en þau eru byggð á reglum erlendra klúbba. Menn verða að kynnast hinum félögunum og sýna að þeir hafi virkilegan áhuga á þessu áður en þeir verða fullgildir“, segir Nikki, einn forsvarsmanna klúbbsins.
Konur fá ekki inngöngu í klúbbinn en að sögn Nikka hefur það sýnt sig að blandaðir klúbbar ganga ekki. „Þegar par er saman í klúbbnum og hættir síðan saman þá fer allt í rugl, því er best að sleppa þessu alveg. Systir mín var með kvennaklúbb en það gekk ekki. Hann var fyrir rest orðinn að saumaklúbbi. Nú eru flest allar stelpurnar komnar í barneignir og hættar að hjóla. Tvær voru enn að hjóla og gáfust bara upp á að halda kvennastarfinu gangandi.“
Klúbbastarfið getur verið mjög tímafrekt og Nikki segir það vera eina skýringuna á því hvers vegna fækkað hefur í klúbbnum að undanförnu en þegar mest var voru um 30 manns í Fafne MC. „Þegar menn eru komnir með konu, börn og hús, þá hafa þeir ekki tíma til að vera í klúbbnum, þannig er það bara.“
Ógnvekjandi útlit
Einkennisklæðnaður Fafnes-manna er svart leðurvesti með mynd af eldspúandi dreka á bakinu. Að sögn Nikka eru þeir yfirleitt í vestinu þegar þeir koma samana og þegar þeir fara út að skemmta sér, en að öðru leyti ráði þeir hverju þeir klæðast. Vestið er þeirra sameiningartákn.
Svart leður, svartir bolir með myndum af beinagrindum, leðurbuxur, húðflúr, sítt hár og hökutoppur eru þó fremur einkennandi fyrir hópinn. Hvernig stendur á því?
„Við erum í mótorhjólum og klæðum okkur þannig. Þetta er ákveðin tíska eins og hjá golfurum og skoppurum. Svo er aftur mismunandi hvernig mótorhjólatískan er, hún fer eftir því hvart þú ert í heiminum. Úti í Ameríku eru mótorhjólamenn ennþá mikið í skítugum gallavestum. Þau voru áður vinsæl í Evrópu, en það er nú að breytast. Þar eru menn meira í því sem þeim líður best í, en leðurvestið er alltaf til staðar.“
Jákvæð forvitni
Nú er mótorhjólatískan nokkuð ógnvekjandi en verða mótorhjólatöffararnir í Fafne MC einhvern tíma fyrir fordómum vegna útlitsins.
„Það er misjafnt. Á Íslandi er ekki hefð fyrir mótorhjólamenningu og því verður fólk oft frekar forvitið þegar við birtumst á mannamótum í vestunum. Fólk spyr hvað Fafner sé, en sumir vita ekki einu sinni að mótorhjólamenn séu í svona vestum. Ég myndi segja að þetta væri þó oftast jákvæð forvitni.“
Félagsskapurinn er meginástæða þess að fólk kýs að vera í klúbbi sem þessum, að sögn Nikka en þess má geta að landsmót mótorhjólamanna var haldið í Húnaveri fyrir skömmu og var það vel sótt. Þar komu saman mótorhjólamenn af öllu landinu. Á sumrin eru einnig haldin minni mót á vegum einstakra klúbba eða fleiri klúbbar taka sig saman og gera sér glaðan dag. „Við erum t.d. að fara að hittast núna og grilla hér fyrir utan og síðan erum við alltaf með stóra grillveislu daginn fyrir sjómannadaginn. Þá bjóðum við öllum sem okkur tengjast en sú veisla er jafnframt fjáröflun fyrir okkur. Í fyrra héldum við mót með Óskabörnum Óðins, sem er klúbbur í Reykjavík en mætingin var slæm. Erlendis er meira um að vera í kringum þess klúbba, þar eru mót hverja einustu helgi.“
Höfum ekkert að fela
Á síðasta ári var mikið fjallað um tengsl Fafners MC við Hells Angels á Norðurlöndum. Þá var klúbburinn bendlaður við eiturlyf en Nikki segir að umfjöllunin hafi verið stórlega ýkt og að eiturlyfin sem fundust í klúbbhúsinu á sínum tíma, hafi ekki verið í eigu klúbbfélaga heldur fólks sem verið gestkomandi í húsinu. „Við látum þess umræðu hafa lítil áhrif á okkur. Menn frá Hells Angels (hellarar) hafa komið til okkar í heimsókn og þetta eru fínir strákar, allavega þeir sem ég hef kynnst. Lögreglan hefur lengi fylgst vel með okkur og grunar okkur stöðugt um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, en svo er ekki. Þeir hafa leita í húsinu okkar en ekki fundið neitt, enda höfum við ekkert að fela.“
Samkvæmt frétt DV um málið komu fimm lögregluembætti að leitinni sem gerð var í húsnæði Fafners MC á síðasta ári. „Eitthvað hafa herlegheitin kostað en lögreglan var vopnuð við inngöngu. Okkur finnst heldur ekki eðlilegt að meðlimir í Fafne MC eru alltaf teknir afsíðis við komu til landsins hvort sem þeir eru að koma úr heimsóknum í aðra mótorhjólaklúbba eða fjölskylduferðum“, segir Villi.
Viðtal og myndir úr Tímariti Víkurfrétta