Fæstir hafa verið bólusettir á Suðurnesjum
Góður gangur er á Íslandi í bólusetningu gegn Covid-19 en alls hafa verið gefnir 444.090 skammtar og 262.490 einstaklingar hafa að minnsta kosti fengið einn skammt.
Á Suðurnesjum hafa um 65% íbúa verið fullbólusettir eða fengið fyrri skammt af bóluefni á meðan staða bólusetninga í öðrum landshlut er um og yfir 70%. Best gengur að bólusetja Norðlendinga en á Norðurlandi er hlutfallið 75%.
Langflestir hafa fengið bóluefni Pfizer eða um helmingur þeirra sem hafa þegið bólusetningu. Þetta kemur fram á covid.is