Færri þotur ekki NATO-þjóð bjóðandi
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir varnarsamninginn við Bandaríkin í raun ekki lengur í gildi, haldi Bandaríkjamenn fast við afstöðu sína til viðbúnaðar hér á landi. Hann segir engan tilgang á frekari viðræðum verði ekki breyting á málflutningi Bandaríkjamanna. Lítil hreyfing virðist vera í samningaumleitunum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna.Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir leitað leiða til að halda samningafund sem gæti skilið árangri. Fundur á árangurs væri óþarfur og gæti orðið til ógagns.
,,Ég hef fyrir mitt leiti talið að viðræður eigi ekki að hefjast fyrr en menn sjái fram á einhverja þá lausn sem báðir geta sætt sig við. Ég hef alltaf talið að viðræður sem gengu út á það að Íslendingar væru í raun að taka þátt í að fjalla um ákvörðun sem að hinn aðilinn hafi þegar tekið, væri viðræður sem við ættum ekki að fara í," segir Davíð Oddsson.
Davíð nefndi eftirgjafir í samningaviðræðum um varnarmál undanfarin ár. Til að mynda að þotum á Keflavíkurflugvelli hefði verið fækkað niður í fjórar sem væri algert lágmar og að minna væri ekki bjóðandi NATO-þjóð.
Málið er nú í höndum æðstu embættismanna landanna og hringdi Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, í Davíð um síðustu helgi. Stöð 2 greindi frá.
,,Ég hef fyrir mitt leiti talið að viðræður eigi ekki að hefjast fyrr en menn sjái fram á einhverja þá lausn sem báðir geta sætt sig við. Ég hef alltaf talið að viðræður sem gengu út á það að Íslendingar væru í raun að taka þátt í að fjalla um ákvörðun sem að hinn aðilinn hafi þegar tekið, væri viðræður sem við ættum ekki að fara í," segir Davíð Oddsson.
Davíð nefndi eftirgjafir í samningaviðræðum um varnarmál undanfarin ár. Til að mynda að þotum á Keflavíkurflugvelli hefði verið fækkað niður í fjórar sem væri algert lágmar og að minna væri ekki bjóðandi NATO-þjóð.
Málið er nú í höndum æðstu embættismanna landanna og hringdi Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, í Davíð um síðustu helgi. Stöð 2 greindi frá.