Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Færri kennarar komast að en vilja í Grindavík
Þriðjudagur 24. ágúst 2010 kl. 12:25

Færri kennarar komast að en vilja í Grindavík

Grunnskóli Grindavíkur var settur í morgun, fyrst hjá 4.-7. bekk í grunnskólanum og svo hjá 1.-3. bekk í Hópsskóla. Nemendur í 8.-10. bekk byrjuðu á viðtölum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Nýr sameiginlegur grunnskóli hefur nokkrar breytingar í för með sér en í Hópsskóla fjölgar um einn árgang því 3. bekkur bætist við en að sama skapi fækkar í grunnskólanum en þar verða um 320 nemendur í vetur. Páll Leó Jónsson skólastjóri sagði skemmtilegan vetur fram undan og hvattir nemendur til dáða.


Nú er svo komið að enginn kennaraskortur er í Grunnskóla Grindavíkur því færri komast að en vilja í kennarastöður sem losna og eru allir kennarar skólans með kennsluréttindi, segir á vef Grindavíkurbæjar.