Færri í vinnuskóla Voga en áður
Vel hefur gengið að manna sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Vogum þrátt fyrir afar gott atvinnuástand. Umsækjendur í vinnuskóla eru hins vegar nokkuð færri en áður og á það sérstaklega við um elstu árgangana. Þetta kom fram á fundi frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga á dögunum.
Búið er að gefa út bækling um sumarstarf í Vogum og hefur honum verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það starf sem í boði er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar. Má þar nefna leikjanámskeið, vinnuskóla, sumarstarf Þróttar, golfnámskeið GVS o.fl.